Starfsmenn sl÷kkvili­s og l÷greglu kynntust betur

bb.is | 29.09.2008 | 13:24
Árlegi „Slökkvilöggudagurinn" fór fram á laugardag. Starfsmenn slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og lögreglu Vestfjarða héldu þá sameiginlegan æfingardag sem þjónar þeim tilgangi að þeir kynnist vinnubrögðum hvors annars betur og styrki sambandið sín á milli. Það sem bar hæst á „Slökkvilöggudeginum" var reykköfun þar sem lögreglan fékk að kynnast aðferðum slökkviliðsins við þær aðstæður. Sett var á svið hnífsárás þar sem lögreglumaður lék árásarmanninn sem réðst á aðra lögreglumenn. Starfsmenn beggja deilda prufuðu búnað hvors annars og síðar var farið í svokallaðan „vatnsbolta". Í „vatnsbolta" kepptu lið slökkviliðs og lögreglu á móti hvor öðru. Eru reglur leiksins þær að ekki má sparka eða koma með boltann heldur má aðeins sprauta vatni á boltann og reyna þannig að koma honum í mark andstæðingsins.

Fyrirhuguðu var heimsókn varðskipsins Týs til Ísafjarðar en skipið varð að afboða komu sína vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Liðsmenn slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og lögreglu Vestfjarða létu það ekki á sig fá og áttu góðan dag sem eflaust mun skila sér með bættri samvinnu deildanna í framtíðinni.

Skrifa­u ■itt ßlit: