Tetra

« 1 af 2 »
Í gær þriðjudag var haldin kynning á Tetra fjarskiptum á Hótel Ísafirði. Það var Neyðarlínan og Tetra Ísland sem boðaði til kynningarinnar. Þarna voru fulltrúar helstu björgunaraðila á svæðinu. Miklar breytingar eru í vændum hvað varðar dreifingu kerfisins um land allt og má segja að um byltingu sé að ræða hér vestra, þar sem að þeir aðilar sem notað hafa Tetra hérna á svæðinu  hafi aðeins verið inni á kerfinu hér í Skutulfirði og í jarðgöngum auk nokkura dreifðra púnkta. Ljúka skal uppsettningu Tetra-sendanna fyrir 1 maí og að sögn þeirra Þórhalls og Þrastar Brynjólfssonar sem sáu um kynninguna má gera ráð fyrir því að hægt sé að nota Tetra fjarskipti á stærra svæði en t.d GSM gerir í dag. Það kom einnig fam að gert er ráð fyrir því einhver blind svæði verði til staðar, en í samráði við heimamenn verði reynt að koma sem flestum þessara svæða inn á kerfið. Miklar framfarir hafa orðið á fjarskiptabúnaði Tetra á undanförnum árum sem auka alla möguleika þeirra aðila sem nota kerfið. Niðurstaðan góð kynning og þökkum við þeim Þórhalli Neyðarlínustjóra og Þresti Brynjólfs Sellfoss-manni fyrir góða kynningu.

Skrifa­u ■itt ßlit: