TvŠr bÝlveltur ß ═safir­i

mbl.is | 06.10.2007 | 09:49 Tvær bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði í nótt. Að sögn lögreglu valt bifreið á Hnífsdalsvegi um kl. 2:30 í nótt. Þrennt var í bílnum og var fólkið flutt á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Þá valt bifreið í Holtahverfi á Ísafirði um klukkustund síðar, en bifreiðin hafnaði ofan í á. Einn var í bílnum og var hann sömuleiðis fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Að sögn lögreglu hefur snjóað á Ísafirði og er talið að rekja megi velturnar til hálku.

Skrifa­u ■itt ßlit: