Umsˇknum um tŠkifŠrisveitingaleyfi me­ undir 10 daga fyrirvara vÝsa­ frß

bb.is | 26.04.2007 | 14:57
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur af gefnu tilefni beðið BB-vefinn að koma á framfæri að senda þarf inn umsókn um tækifærisveitingaleyfi með minnst 10 daga fyrirvara. Hér eftir verður umsóknum með minna en 10 daga fyrirvara vísað frá. Veitinga- og gistileyfi má leggja inn hjá sýslumönnum í viðkomandi umdæmi. Þeir áframsenda þá umsókn til lögreglustjórans á Vestfjörðum sem, eins og kunnugt er, er jafnframt sýslumaður á Ísafirði. Hvort sem um er að ræða fullnaðar- eða tækifærisleyfi eru sendar út beiðnir um umsagnir frá eftirtöldum aðilum: bæjarstjórn/sveitastjórn, byggingafulltrúa, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vinnueftirliti Vestfjarða og eldvarnareftirliti. Umsagnaraðilar ber lagaskylda til að gera úttekt á viðkomandi starfsstöð.

Skrifa­u ■itt ßlit: