Vatn flŠddi um ganga sj˙krah˙sins ß ═safir­i

« 1 af 2 »
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um klukkan 21:30 í kvöld vegna vatns sem var byrjað að flæða inn í sjúkrahúsið á Ísafirði. Í fyrstu var hægt að halda aftur af vatnsflaumnum, en þegar háflóð var í kringum miðnætti var vatn farið að flæða upp um niðurföll í kjallara.
Beytt var var vatnssugum og minni dælum og tókst að ná gólfi þurru um klukkan 02:00.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slökkvilið dælir úr kjallara sjúkrahúsins, en með reglulegu millibili hefur slökkvilið verið kallað til aðstoðar á sjúkrahús vegna vatnsaga. Í flestum ef ekki öllum tilfellum hefur það verið samhliða hárri sjávarstöðu og asahláku líkt og var í kvöld.

blossi, f÷studagurinn 23 mars klukkan 12:36

#1

Hemmi alltaf fyrstur me­ frettinar go­ grein hja ■Úr

Skrifa­u ■itt ßlit: