Vatnsleki Edinborgarh˙si

« 1 af 3 »
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út á föstudagskvöld vegna vatnsleka í Edinborgarhúsi. Vatnslögn sem lá yfir veitingasal hafði gefið sig og hafði vatn meðal annars runnið yfir gólf í veitingasal og eldhúsi. Ekki var um mikinn leka að ræða og tók það skamma stund að ná vatninu upp. Það var lán í óláni að helgarvakt slökkviliðsins hafði mætt til æfinga aðeins nokkrum mínútum áður en útkallið kom og var því snöggt á staðinn.

Skrifa­u ■itt ßlit: