Vilja kaupa g÷mlu sl÷kkvist÷­ina Ý HnÝfsdal

bb.is | 24.04.2007 | 13:18
Slysavarnardeildin í Hnífsdal hefur sent Ísafjarðarbæ erindi þar óskað er eftir viðræðum um kaup á gömlu slökkvistöðinni í Hnífsdal sem er í eigu bæjarins. Tilboð slysavarnardeildarinnar hljóðar upp á 400.000 krónur og lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að tilboðinu yrði tekið. Örn Elías Guðmundsson sóttist í nóvember á síðasta ári eftir húsnæðinu, fyrir hönd fyrirtækisins Mugiboogie ehf., en til stóð að húsnæðinu yrði breytt í hljóðver. Síðan hefur verið fallið frá þeim hugmyndum.

Skrifa­u ■itt ßlit: