„Viljum ekki aš sjśkraflugvél verši stašsett į Ķsafirši ķ vetur“

bb.is | 31.10.2007 | 13:14
Við viljum ekki að það sé staðsett sjúkraflugvél á Ísafirði í vetur, það er svo einfalt,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs en fyrirtækið sér um sjúkraflug frá Ísafirði. „Við erum að reyna að leysa þessi mál en teljum þetta ekki skynsamlegt. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að verða við þessari ákvörðun, en það er ekki víst að það gangi. Ég skil hreinlega ekkert í þessu, hvaðan kemur þessi þrýstingur eiginlega?“ Leifur segir það hæpið að hægt sé að halda úti flugmönnum á Ísafirði í vetur með kannski eitt sjúkraflug í mánuði.

„Sjúkraflug frá Ísafirði er bara það lítið, þetta eru kannski 10 ferðir á ári. Það er hæpið að segja að tveir flugmenn geti haldist á Ísafirði í fullu starfi allt árið með 10 ferðir á ári.“ Aðspurður hvort eitt bráðatilvik geti sannað gildi sjúkraflugvélar á Ísafirði segir Leifur það hárrétt. „Það er alveg rétt og við erum sammála því. En það réttlætir ekki þá ákvörðun að staðsetja flugvél fyrir vestan.“

Skrifašu žitt įlit: