K÷rfubÝllinn kominn Ý skjˇl

Bakka­ inn Ý fyrsta skipti
Bakka­ inn Ý fyrsta skipti
« 1 af 5 »
Jæja þá er körfubíllinn loksins kominn í hús, en breyta þurfti hurð til að koma honum inn. Verkið tafðist í haust vegna anna verktaka, en nú er hann kominn inn og þarf ekki að standa í saltbaðinu sem gengur reglulega yfir planið hjá okkur. Við erum strax byrjaðir að sinna viðhaldi á bílnum og erum þessa dagana að mála hurðir og fleira. því miður þurfti einn bíll að víkja vegna plássleysis og er það Bedfordinn okkar. Það er ætluninn að finna honum stað þar sem hægt er að grípa í hann ef mikið liggur við.

Minningaror­ um sˇfann !

Það þykir sjálfsagt og er jafnvel skilda að slökkviliðsmenn hafi aðgang af hinum ýmsu hlutum sem tilheyra starfi þeirra. Þar mætti nefna hluti eins og slökkviliðsbíl, einn eða fleiri. Okkur þykir það lýtt spennandi að fara í útköll án þess að hafa tilskilinn hlífðarfatnað. Flestar slökkvistöðvar okkar hafa meira að segja klósett, en alls ekki allar. Við skulum samt ekki ræða þann munað að hafa aðgang að sánabaði. Hinsvegar hefur okkur þótt gott að setjast niður í sófa nokkurn sem einn af liðsmönnum færði okkur fyrir um tíu árum. Nú er hinsvegar staðan sú að sófinn er búinn í orðsins fyllstu merkingu og ef slökkviliðsstjóri okkar hefði ekki tekið þá ábyrgu ákvörðun um að sófinn skildi fjarlægður hefði vinnueftirlitið örugglega gert það í næstu heimsókn. Það er því með trega sem við slökkviliðsmenn á Ísafirði færum sófan góða til hinstu hvílu. Sófi þessi hefur verið sem vin í eyðimörkinni þar sem þreyttir slökkviliðsmenn hafa rætt um gleði og sorgir sem starfinu fylgja. Í sófann hafa meira segja frægir menn tillt sér án þess að nefna nein nöfn, hann meira segja var sviðsmynd í myndinni um Nóa Albínóa. 
Það verður erfitt að fylla það skarð sem myndast á slökkvistöðinni eftir að sófinn fer, en við munum samt horfa með jákvæðum huga til staðgengills hans þegar hann  kemur í hús.


Þar sem nú fer í hönd vinna við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar þætti okkur slökkviliðsmönnum rétt að tillit yrði tekið til þess skarðs sem myndast hefur hér á slökkvistöðinni og það fyllt.
Einnig erum við slökkviliðsmenn opnir fyrir því að ættleiða notaðan sófa og fullvissum velviljaðan lesanda sem á einn slíkann að hann mun fara á gott heimili.

Eldv÷rnum heimila ßbˇtavant

Á vef ruv.is er fjallað um brunavarnir á heimilium og segir:

Stór hluti íslenskra heimila er án fullnægjandi eldvarna. Nú fer í hönd sá tími sem flestir eldsvoðar verða á íslenskum heimilum. Ekkert slökkvitæki er að finna á um 30% íslenskra heimila samkvæmt nýrri könnun. Á fjölmörgum heimilum er enginn reykskynjari eða þeir of fáir.

Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Brunamálastofnun fengu Gallup til að vinna fyrir sig könnun um stöðu eldvarna á íslenskum heimilum. Einn hlutinn snýr að reykskynjurum en tvo eða fleiri þarf á hvert heimili til að tryggja öryggi fjölskyldunnar. Á 5% heimila er hinsvegar engann reykskynjara að finna og aðeins einn slíkur á 30% heimila.

 

Könnunin sýndi einnig að ekkert slökkvitæki er á um 30% heimila. Athygli vekur að brunavarnir eru í lagi á fleiri heimilum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Sérstakt átak er nú hafið til að vekja athygli á mikilvægi brunavarna samskonar og farið hefur verið af stað með á sama tíma síðustu ár. Sverrir Björn Björnsson, formaður LSS segir tímasetninguna enga tilviljun því tölfræðin sýni að í kringum jólin séu mun fleiri útköllu en á öðrum árstíðum. Þá helst vegna elda út frá kertaskreytinum.

 

Eldvarnavika Landssambands sl÷kkvili­s og sj˙kraflutningamanna

Landssamband Slökkviliðs og Sjúkraflutningamanna stendur fyrir árlegri eldvarnaviku dagana 20 - 27 nóvember n.k.  Að sjálfsögðu taka slökkviliðsmenn í Ísafjarðarbæ þátt í verkefninu.  Við spurðum Svein H  Þorbjörnsson eldvarnaeftirlitsmann hjá slökkviliði Ísafjarðabæjar  aðeins  út í áttakið.


Hvað er það sem farið er yfir með börnunum ?

Við förum yfir viðbrögð ef upp kemur eldur, gerð rýmingaráætlanna fyrir heimilið, og hvernig ber að umgangast eld.


Finnst þér verkefnið skila tilætluðum árangri til barnanna ?

Svo sannarlega, þetta eru bestu fulltrúar sem hægt er að senda á heimilin í bænum til að yfirfara eldvarnir og brýna fyrir foreldrum um mikilvægi þeirra.


En hvað með ykkur slökkviliðsmenn, eitthvað hljótið þið að fá til baka og þá hvað ?

Það er mjög ánægilegt að fá að fara í alla 3. bekki og spjalla við börnin um eldvarnir, svara spurningum þeirra og heyra  hlið þeirra á þessum málum, það eru skemmtilegar samræður sem oft gefa okkur innsýn hvernig eldvörnum heimilanna er háttað.


Nú nálgast jólahátiðin er eitthvað sem þér finnst að betur mætti fara svona almennt séð ?

Það verður seint ofsagt að fara varlega með kertaskreytingar og önnur jólaljós, ekki setja fjöltengi við fjöltengi til að geta haft 10 seríur á sama rafmagnstenginu.


Slökkviliðsstjórinn í Ísafjarðarbæ Þorbjörn J Sveinsson er sammála Sveini þegar að kemur að spurningunni um jólahald og brunavarnir og brýnir fyrir íbúum að fara yfir eldvarnir heimilisins. Fólk á að nota síðustu daga fyrir aðventu og yfirfara reykskynjara og annann eldvarnabúnað heimilisins. Því miður höfum við verið óheppin undanfarin ár og misst fólk í brunum hér í bæ.  Öruggasta leiðin til að komast hjá mannstjóni í brunum er reykskynjari og það hefur marg sannað sig. Við starfsmenn slökkvliðs erum boðnir og búnir til þess að aðstoða fólk við val á eldarnabúnaði og allar heimsóknir til okkar velkomnar.

Starfsmenn sl÷kkvili­s og l÷greglu kynntust betur

bb.is | 29.09.2008 | 13:24
Árlegi „Slökkvilöggudagurinn" fór fram á laugardag. Starfsmenn slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og lögreglu Vestfjarða héldu þá sameiginlegan æfingardag sem þjónar þeim tilgangi að þeir kynnist vinnubrögðum hvors annars betur og styrki sambandið sín á milli. Það sem bar hæst á „Slökkvilöggudeginum" var reykköfun þar sem lögreglan fékk að kynnast aðferðum slökkviliðsins við þær aðstæður. Sett var á svið hnífsárás þar sem lögreglumaður lék árásarmanninn sem réðst á aðra lögreglumenn. Starfsmenn beggja deilda prufuðu búnað hvors annars og síðar var farið í svokallaðan „vatnsbolta". Í „vatnsbolta" kepptu lið slökkviliðs og lögreglu á móti hvor öðru. Eru reglur leiksins þær að ekki má sparka eða koma með boltann heldur má aðeins sprauta vatni á boltann og reyna þannig að koma honum í mark andstæðingsins.

Fyrirhuguðu var heimsókn varðskipsins Týs til Ísafjarðar en skipið varð að afboða komu sína vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Liðsmenn slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og lögreglu Vestfjarða létu það ekki á sig fá og áttu góðan dag sem eflaust mun skila sér með bættri samvinnu deildanna í framtíðinni.

Kveikt Ý Su­urtanga 2

Sl÷kkvili­i­ a­ st÷rfum a­ Su­urtanga 2 25. ßg˙st sl. Ljˇsm: KristÝn Ësk.
Sl÷kkvili­i­ a­ st÷rfum a­ Su­urtanga 2 25. ßg˙st sl. Ljˇsm: KristÝn Ësk.
bb.is | 03.09.2008 | 10:52
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið vettvangsrannsókn vegna elds sem kom upp í tvígang með fimm daga millibili að Suðurtanga 2 á Ísafirði. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða í bæði skiptin. Það var kl. 17:12 miðvikudaginn 20. ágúst sl., sem tilkynnt var um eld í húsnæðinu í fyrra skiptið og aftur kl. 17:36 mánudaginn 25. ágúst. Lögreglan á Vestfjörðum vinnur að rannsókn málsins og biður alla þá sem einhverja vitneskju hafa um þessi tvö tilvik að hafa samband í síma 450 3730.

Nřjar myndir

Vorum að setja inn slatta af myndum á síðuna. Verðum að viðurkenna að við höfum ekki verið nógu duglegir að taka myndir, en munum reyna að bæta úr því.

FrÚttasafn