Öryggisbúnađur!

Hjálmurinn skiptir höfuðmáli!

Nú þegar sólin er farin að skína, sjást fleiri og fleiri reiðhjól á götum bæjarins. Þá er mikilvægt að allur öryggisbúnaður sé í lagi. T.d getur hjálmurinn minnkað líkur á höfuðmeiðslum um 85%.

Höfuðmeiðsl eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiðaslysum. Notkun hlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slysin en dregur úr alvarleika þeirra og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur getur greint á milli heilahristings og höfuðkúpubrots og jafnvel lífs og dauða. Sérstaklega er mikilvægt að börn noti hlífðarhjálm við hjólreiðar enda eru höfuð þeirra minni og viðkvæmari en þeirra sem eldri eru.
Ekki má gleyma að einnig eru gerðar kröfur um öryggisbúnað á línuskautum, hlaupahjólum og hjólabrettum.

Samkvæmt lögum eiga öll börn 15 ára og yngri að nota hjálm.

Foreldrar ættu alltaf að vera góðar fyrirmyndir.

Sjúkraflutningamenn á Ísafirði.

Ţriđji bekkur Grunnskóla í heimsókn

Brosmildir 8 ára krakkar í slökkvitćkjaţjónustunni
Brosmildir 8 ára krakkar í slökkvitćkjaţjónustunni
« 1 af 2 »

Á hverju ári koma krakkar úr þriðja bekk grunnskólans á Ísafirði í heimsókn til okkar. Okkur hefur þótt viðeigandi að sína þeim þakkir fyrir þáttöku í eldvarnavikunni sem haldin er í desember ár hvert með þessum hætti. Við sínum krökkunum slökkvistöðina, bíla og önnur tæki slökkviliðsins. Krakkar í 3 HA hafið þakkir fyrir komuna og bestu kveðjur til ykkar allra :)

Námskeiđ EMT-B

Addi viđ lćrdóm á slökkvistöđinni
Addi viđ lćrdóm á slökkvistöđinni
Þessa dagana eru fjórir slökkviliðsmenn á svo kölluðu EMT-B námskeiði. Þetta er grunn-námskeið sjúkraflutninga og er það kennt í fjarnámi frá sjúkraflutningaskólanum á Akureyri. Jafnframt koma kennarar að norðan tvisvar sinnum með verklegar lotur. Drengirnir eru að verða hálfnaðir og má ætla að þeir verði allir komnir með full réttindi í byrjun júní. Það var komin ákveðin vöntun hjá slökkviliðinu til að geta mannað vaktir sjúkrabíla, en undanfarið 1-2 ár höfum við misst frá okkur nokkra EMT-B menn til annara starfa. Hann Addi Pálma er einn þeirra sem situr námskeiðið og að hans sögn hefur honum gengið vel og er hann þakklátur fyrir tækifærið að fá að komast á þetta námskeið. Addi segir námskeiðið og þá sérstaklega verklega þjálfunin sem fer fram á sjúkrabílum spennandi, en hann hefur meðal annars verið á sjúkrabílum í Reykjavík. Sem áður sagði þá bíðum við hinir spenntir eftir að fá þá til starfa þessa duglegu drengi.

Dymbilvikan hjá slökkviliđinu

Óvenju mikið var um útköll hjá slökkviliði Ísafjarðarbæjar um nýliðna Dympilviku. Slökkviliðið var kallað út tvisvar sinnum og sjúkrabílar sinntu 14 útköllum þar af voru 6 bráðaflutningar. Um var að ræða almenn veikindi og slys sem tengdust fæst hátíðinni Aldrei fór ég suður.

Afhending verlauna vegna eldvarnaviku

Maron Pétursson og Maja Veronika
Maron Pétursson og Maja Veronika
Slökkviliðmenn heimsóttu krakkana í 3 HA af tilefni þess að einn nemandinn Maja Veronika Zietek var dregin út í verðlauna samkeppni í tengslun við Eldvarnarátak Landssamband Slökkviliðs og Sjúkraflutningamanna. Var stúlkunni afhent verðlaun og viðurkenningskjal af þessu tilefni. Við óskum henni og bekknum hennar innilega til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir þáttöku þeirra.

Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar er nú aðgengileg hér á vefnum

 Ársskýrsla 2011

Jólakveđja

Fréttasafn