Er brunamįlsaskólinn aš deyja ?

Reglulega heimsækir brunamálaskólinn hin ýmsu slökkvilið á landsbyggðinni og heldur námskeið. Námskeið þessi er nauðsynleg fyrir minni slökkvilið þar sem að erfitt getur verið að senda mannskap til þjálfunar á höfuðborgarsvæðið sökum meðal annars kostnaðar. Til margra ára hafði brunamálaskólinn viðkomu hér á Ísafirði og las í okkur fróðleiksmola og hélt með okkur æfingar. Eitthvað virðist þó hafa breyst í þessum efnum því brunamálaskólinn hefur ekki haldið námskeið á Ísafirði síðan árið 2004 og einhver árin á undan voru haldin námskeið í Súðavík og Bolungarvík. Gott og blessað með námskeiðin í Víkunum, en nú er svo komið að skólinn kemur bara ekki á Ísafjörð.
Það þykir furðu sæta að skólinn skuli heldur velja annað hvort Bolungarvík eða Súðavík til námskeiðshalds. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar telur milli 60 og 70  menn þ.e Ísafjörður,  Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. SÍ hefur sem sagt flesta slökkviliðsmenn og þar af leiðandi mestan búnað til umráða auk þess er  Ísafjörður  miðsvæðis fyrir öll slökkviliðin á svæðinu. Þetta árið hafði Brunamálaskólinn boðað komu sína til Vestfjarða helgina 23-25 mars og átti að halda námskeiðið í Bolungarvík, en var fellt niður einhverra hluta vegna. Gera átti aðra tilraun núna um helgina þ.e 30 mars, en námskeiðið var fellt niður vegna ónægrar þátttöku. Spurningin er hversvegna er lítil þátttaka ?
Er ekki kominn tími til þess að endurskoða námskeiðshald brunamálaskólans eða taka aðeins á málunum, þetta getur ekki átt að vera svona. Hysjið nú upp um ykkur buxurnar og finnið lausn á þessu máli.

Heimasíða BR námskeiðsplan 2008

Mynd vikunnar

Þessi mynd er líklega tekin 1980 + og má sjá ýmis kunnugleg andlit. Ef einhver er með dagsettningu á hreinu þá endilega hafi hann samband eða sendi okkur póst.

Tetra

« 1 af 2 »
Í gær þriðjudag var haldin kynning á Tetra fjarskiptum á Hótel Ísafirði. Það var Neyðarlínan og Tetra Ísland sem boðaði til kynningarinnar. Þarna voru fulltrúar helstu björgunaraðila á svæðinu. Miklar breytingar eru í vændum hvað varðar dreifingu kerfisins um land allt og má segja að um byltingu sé að ræða hér vestra, þar sem að þeir aðilar sem notað hafa Tetra hérna á svæðinu  hafi aðeins verið inni á kerfinu hér í Skutulfirði og í jarðgöngum auk nokkura dreifðra púnkta. Ljúka skal uppsettningu Tetra-sendanna fyrir 1 maí og að sögn þeirra Þórhalls og Þrastar Brynjólfssonar sem sáu um kynninguna má gera ráð fyrir því að hægt sé að nota Tetra fjarskipti á stærra svæði en t.d GSM gerir í dag. Það kom einnig fam að gert er ráð fyrir því einhver blind svæði verði til staðar, en í samráði við heimamenn verði reynt að koma sem flestum þessara svæða inn á kerfið. Miklar framfarir hafa orðið á fjarskiptabúnaði Tetra á undanförnum árum sem auka alla möguleika þeirra aðila sem nota kerfið. Niðurstaðan góð kynning og þökkum við þeim Þórhalli Neyðarlínustjóra og Þresti Brynjólfs Sellfoss-manni fyrir góða kynningu.

Hlaut fyrstu veršlaun fyrir fréttaljósmyndina Erfišar ašstęšur

bb.is | 26.03.2007 | 15:43
Halldór Sveinbjörnsson, ljósmyndari á Ísafirði og liðsmaður slökkviliðs Ísafjarðarbæjar til margra ára, hlaut fyrstu verðlaun fyrir fréttaljósmynd í ljósmyndakeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni og Morgunblaðið efndu til í vetur. Ljósmyndin sem Halldór vann fyrir nefnist „Erfiðar aðstæður“ og var tekin eftir hörmulegt bílslys á Hnífsdalsvegi af björgunarmönnum á slysstað. Nú stendur yfir ljósmyndasýning á myndum 27 fréttaritara Morgunblaðsins frá 2005 og 2006 á neðri hæð verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar, en þar er um að ræða þær myndir sem unnu til verðlauna í samkeppninni. Nefnist sýningin „Spegill þjóðar“. Keppt var í átta flokkum: Fréttir, atvinnulíf, daglegt líf, náttúra og umhverfi, mannamyndir, íþróttir, spaug og opnum flokki, og bar Halldór eins og áður segir sigur úr býtum í fréttaflokknum. Halldór hlaut einnig viðurkenningu fyrir ljósmynd af Mýrarboltanum á Ísafirði, í íþróttaflokki.

Mynd vikunnar

Þessi mynd er tekin í Mjógötunni, húsið hans Ernis Inga. Samkvæmt því sem undirritaður kemst næst er þetta árið 1982, en nánari dagsettningu vantar.

Vatn flęddi um ganga sjśkrahśsins į Ķsafirši

« 1 af 2 »
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um klukkan 21:30 í kvöld vegna vatns sem var byrjað að flæða inn í sjúkrahúsið á Ísafirði. Í fyrstu var hægt að halda aftur af vatnsflaumnum, en þegar háflóð var í kringum miðnætti var vatn farið að flæða upp um niðurföll í kjallara.
Beytt var var vatnssugum og minni dælum og tókst að ná gólfi þurru um klukkan 02:00.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slökkvilið dælir úr kjallara sjúkrahúsins, en með reglulegu millibili hefur slökkvilið verið kallað til aðstoðar á sjúkrahús vegna vatnsaga. Í flestum ef ekki öllum tilfellum hefur það verið samhliða hárri sjávarstöðu og asahláku líkt og var í kvöld.

Slökkvilišsstörf hęttuleg hjartanu skv. nżrri rannsókn

Mbl | 21.3.2007 | 21:36
Žaš leikur enginn vafi į žvķ aš slökkvilišsmenn hafa mikilvęgu hlutverki aš gegna ķ samfélagi manna en ef marka mį nżja rannsókn žį er starfiš hinsvegar ekki gott fyrir hjartaš žvķ slökkvilišsmenn eru sagšir lķklegri en ašrir til aš deyja af völdum hjartabilunar.

Fram kemur ķ rannsókninni, sem The Harvard School of Public Health gerši, aš žrįtt fyrir augljósar hęttur lķkt og brunasįr og innöndun reyks viš störf žį er „meginorsök daušsfalla hjį bandarķskum slökkvilišsmönnum viš skyldustörf hjartasjśkdómar sem stafa af völdum kransęšastķflu“....

Fréttasafn