Slökkvilišsmenn ķ Ķsafjaršarbę skemmtu fjölskyldum sķnum

Efnilegur Maronsson
Efnilegur Maronsson
Félag slökkviliðsmanna í Ísafjarðarbæ hélt fjölskyldugrill á slökkvistöðinni á Ísafirði á laugardag. Fjölskyldudagurinn er fastur liður annað hvert ár þegar slökkviliðsmenn, makar þeirra og börn gera sér dagamun saman. „Dagurinn snýst aðallega um að við skemmtum börnunum á meðan konurnar slaka á. Það var góð mæting í ár eða á milli 60-70 manns. Þetta er mjög vinsælt og krakkar sem voru mjög lítil þegar við byrjuðum á þessu eru enn að koma í dag þótt þau séu orðnir unglingar“, segir Maron Pétursson, formaður félagsins. Hápunkturinn var þegar hópurinn hélt í bíltúr á slökkviliðs- og sjúkrabílum Ísafjarðar en það athæfi vekur jafnan mikla athygli bæjarbúa. Þrátt fyrir að dagurinn sé ætlaður fjölskyldum slökkviliðsmanna segir Maron að hann sé ekki lokaður almenningi. „Ef einhverjir hafa áhuga á að kynna sér starfið þá koma þeir bara líka. Við vísum engum frá.“ Félag slökkviliðsmanna í Ísafjarðarbæ hefur starfað í yfir 20 ár en það er opið öllum slökkviliðsmönnum í sveitarfélaginu.

Nżr dęlubķll Slökkvilišsins afhendur formlega

Nýr dælubíll Slökkviliðs Ísafjarðar var formlega afhendur Ísafjarðarbæ í gær. Samningur um kaup á dælubílnum, sem er af gerðinni Renault, er keyptur af Ólafi Gíslasyni & co. hf. Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri Ó.G. & co. hf afhendi Halldóri Halldórssyni bifreiðina með formlegum hætti en hún kom til Ísafjarðar dögunum. Af tilefni afhendingarinnar var opið hús hjá slökkviliðinu þar sem öllum bæjarbúum var velkomið til að skoða nýju bifreiðina. Samningur um kaup á bílnum var undirritaður í maí í fyrra og er kaupverð hans 15,4 milljónir króna. Honum fylgdu fullkomin björgunartæki. Ó.G.& Co.h.f. á fyrirtækið Eldvarnamiðstöðina sem þjónustar öll slökkvilið í landinu. Fyrirtækið lét smíða þrjá slökkviliðsbíla á árinu hjá Wawrzaszek í Póllandi fyrir Fjarðarbyggð, Ölfus og Ísafjarðarbæ. Dælubifreiðin sem var í notkun hjá Slökkviliði Ísafjarðar fer nú til Þingeyrar.

Starfsdagur lögreglu- og slökkvilišsmanna haldinn ķ žrišja sinn

Frį starfdegi 2005
Frį starfdegi 2005
Lögreglu- og slökkviliðsmenn á Ísafirði munu halda sameiginlegan starfsdag á morgun. Er það í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn en markmiðið er að kynna og fræðast um starf hvers annars, þá í formi fyrirlestra og verklegra æfinga. Eins hafa verið fengnir sérfróðir aðilar til að halda fyrirlestra til að kynna ákveðin atriði er tengjast störfum lögreglu- og slökkviliðs. Í ár munu tveir meðlimir frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins koma og kynna störf sín og halda erindi um bruna, með tilliti til þeirrar hættu sem skapast. Þessu verður sérstaklega beint til lögreglumanna, sem oftar en ekki eru með fyrstu björgunaraðilum á þannig vettvang. Auk þess koma tveir aðilar frá Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar og halda fyrirlestur um sprengjur og allt er viðkemur sprengjum, síðan verður haldin verkleg æfingu. Um kvöldið verður haldin grillveisla í Kiwanishúsinu.

„Yfirleitt hittast lögreglu- og slökkviliðsmenn þegar slys eða óhöpp hafa dunið yfir, þ.e. við björgunarstörf. Þarna mun þeim gefast kærkomið tækifæri til að spjalla saman og miðla af reynslu“, segir í tilkynningu. Þess má geta að lögreglu- og slökkviliðsmenn á Ísafirði halda sameiginlega starfsdaginn að eigin frumkvæði og í sínum frítíma.

Įrsskżrsla 2005

Á árinu 2005 voru 30 útköll á slökkviliðið af því voru 11 vegna elds, 2 vegna
mengunarvarnaslysa, 7 vegna dælingu úr kjöllurum húsa, 2 vegna feilboðunar í eldvarnarkerfi,
2 vegna umferðarslysa með klippur, 2 Öryggisvaktir í samkomuhúsi, 4 óveðursvakt,
Eitt dauðsfall var í bruna á árinu og var það 5.12. í húsbruna við Aðalstræti.

Gunnar Steinžórsson kvešur

Frétt af bb.is
Slökkviliðið kveður góðan félaga
Rafvirkinn og slökkviliðsmaðurinn Gunnar Steinþórsson og kona hans Bryndís Baldursdóttir á Ísafirði voru kvödd með pompi og prakt á föstudag en þau eru að flytja til Mosfellsbæjar. „Gunnar bað okkur í slökkviliðinu um að hjálpa honum að flytja og við komum þeim hjónum á óvart með köku og gjöfum. Þau voru mjög ánægð með tiltækið og þetta var mjög ánægjuleg stund“, segir Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar. Félag slökkviliðsmanna færðu hjónunum listaverk eftir Dýrfinnu Torfadóttur og slökkviliðið gaf ljósmynd af Ísafirði og dýrindisköku. Gunnar hefur starfað hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar frá árinu 1965 og var annar eigandi fyrirtækisins Straums hf. sem í rúma þrjá áratugi rak verslun og verktakastarfsemi að Silfurgötu 5. Bryndís starfaði hjá útibúi Landsbankans á Ísafirði í fjölmörg ár. „Gunnar hefur verið einn af lykilmönnum slökkviliðsins í gegnum árin og góður félagi. Auk þess að starfa sem slökkviliðsmaður hefur hann tekið að sér að vera aðstoðarslökkviliðsstjóri þegar þess hefur þurft og var í brunamálanefnd um tíma“, segir Þorbjörn.

Gunnar hefur nú selt hlut sinn í Straumi sem rekið hefur rafverktakastarfsemi frá því að Vélsmiðjan Þristur keypti verslunarrekstur fyrirtækisins. Hjónin eru að byggja hús í Mosfellsbæ þar sem þau hyggjast setjast að en sonur þeirra, tvær dætur og barnabörn eru búsett á höfuðborgarsvæðinu.

EMT-B į Ķsafirši

Nú fer fram námskeiðið EMT-Basic á Ísafirði, en það er haldið af sjúkraflutningaskólanum, reyndar er námskeiðið haldið með tilstuðlan fjarfundarbúnaðar Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar, en námskeiðið er samkeyrt á Akureyri og Ísafirði. Fjórir eru frá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar, einn frá Bolungarvík og einn frá Þingeyri. Bókleg kennsla fer fram fyrir hádegi á virkum dögum á sjúkrahúsinu og svo eru helgarnar teknar í verklega hlutann, en um síðustu helgi kom Styrmir Sigurðsson bráðatæknir frá SHS til Ísafjarðar og sýndi réttu handbrögðin.

Golfmót Félags slökkvilišsmanna ķ Ķsafjaršarbę

Á laugardaginn 11. september var haldið golfmót á tungudalsvelli, mótið var lokað punkta mót. Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

1. Ísak Benjamínsson
2. Lárus Daníelsson
3. Sveinn Þorbjörnsson
En 2-3 sætið var útkljáð í hörku pútt keppni og þurfti þrjár umferði til að skera úr um sætin.

Þórir Þrastarson varð Golf meistari félagsins, en hann vann okkur alla með yfirburðum án forgjafar. Gísli Úlfars vann Svandísi Egilsdóttir í bráðabana um verðlaun fyrir að setja í holu af braut, eins voru verðlaun fyrir besta búninginn, efnilegasti nýliðinn, flottasti stíllinn og fleira.

Fréttasafn