Rauši haninn 2005

Rauði haninn 2005 sýningin var haldinn í Hannover, Þýskalandi, 6-11 júní. 12 slökkviliðsmenn og kona fóru frá Ísafirði þetta árið en farið var á vegum LSS. Sýningin var stórkostleg eins og við var að búast og var tíminn varla nægur til að skoða allt. Landsambandið stóð vel að umgjörð ferðarinar og á hrós skilið. Um 90 Íslenskir slökkviliðsmenn fóru á þeirra vegum.
Myndir úr ferðinni koma vonandi fljótlega.

Nż slökkvibifreiš į nęsta įri

Undirritun kaupsamnings
Undirritun kaupsamnings
Nýlega var undirritaður kaupsamningur um smíði á nýjum slökkvibíl fyrir Slökkvilið Ísafjarðarbæjar.
Bifreiðin er af TLF4000/200 gerð og er undirvagn Renault Kerax 420.19 4x4 4100mm. Heildar- burðargeta bifreiðar er 19 tonn og má gera ráð fyrir að í þessari útfærslu (3m3) verði bifreiðin um 16 tonn. Yfirbygging er unnin af ISS-Wawrzaszek í Póllandi. Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006.

Nżr sjśkrabķll į Hólmavķk

Gunnar Jónsson sjśkraflutningamašur.
Gunnar Jónsson sjśkraflutningamašur.
Nýr sjúkrabíl er kominn til Hólmavíkur og leysir af hólmi gamla sjúkrabílinn sem fer til Húsavíkur. Nýi bíllinn er glænýr af gerðinni Ford Econoline. Er þetta fyrsti bíllinn af svokölluðum Kanadabílum sem kemur til landsins,en Sjúkrabílasjóður sem rekur sjúkrabíla hérlendis greiddi 7,5 milljónir fyrir hann. Hann er að öllu leyti eins og eldri bíllinn sem er ekki nema fjögurra ára gamall. Öll tæki verða flutt úr gamla bílnum yfir í þann nýja. Á fréttavefnum strandir.is er haft eftir Gunnari Jónssyni sjúkraflutningamanni að ekki veiti af góðum bílum til sjúkraflutninga á vegleysum, eins og mikið er um á Ströndum.

112 Dagurinn

Þegar á bjátar höfum við aðgang að geysilega öflugu neti viðbragðsaðila og hjálparliðs í gegnum eitt samræmt neyðarnúmer fyrir landið og miðin - 112. Með einu símtali í 112 er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálparlið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir. Yfir 300 þúsund erindi bárust 112 á síðasta ári.

Árangur af starfi þessara aðila byggir á hraða, samvinnu og skipulagi. Þeir taka höndum saman um að kynna starfsemi sína föstudaginn 11. febrúar þegar 112 dagurinn er haldinn á Íslandi í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að 112 dagurinn verði árviss viðburður og beri upp á 11. febrúar ár hvert.

Opið hús víða um land

Fjöldi viðbragðsaðila víða um land býður almenningi í heimsókn eftir hádegi föstudags. Almenningi gefst þá kostur á að ræða við starfsmenn og skoða margvíslegan búnað. Gestum verður víða boðið upp á hressingu.

Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð kl. 14-18

Slökkvistöðin á Sauðárkróki kl. 14-18
Slökkvistöðin á Ísafirði kl. 14-18
Slökkvistöðin á Akureyri kl. 14-18
Slökkvistöðin í Keflavík kl. 14-18
Lögreglan á Akureyri kl. 14-18
Lögreglan á Ísafirði kl. 14-18
Lögreglan í Vestmannaeyjum 14-17
Lögreglan á Sauðárkróki kl. 14-18
Lögreglan á Blönduósi 14-16
Lögreglan og fleiri á Húsavík 13-18

Įrsskżrsla 2004

Á árinu 2004 voru 25 útköll á slökkviliðið af því voru 8 vegna elds, 3 vegna mengunarvarnaslysa, 6 vegna dælingu úr kjöllurum húsa, 1 vegna dælingu úr skipi sem var að sökkva við bryggju, 1 vegna feilboðunar í eldvarnarkerfi, 2 vegna umferðarslysa með klippur, 2 Öryggisvaktir í samkomuhúsi, 1 óveðursvakt, 1 vegna umferðarslys sem þurfti að nota kafara slökkviliðs.
Auk þess voru staðnar 12 vaktir við olíuskip.
12 helgarvaktir vori staðnar yfir sumartímann.
19 æfingar voru haldnar þar af ein stórslysaæfing á flugvelli sem margir komu að.

Þjálfun slökkviliðsmanna er mjög svipuð milli ár eða um 1.400 vinnustundir árlega. Haldin voru 3 stór námskeið á vegum slökkviliðs. 1 eiturefnanámskeið frá Brunamálaskóla. 1. vettvangsstjóranámskeið frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, 1 BTLS námskeið á vegum Sjúkraflutningsskólans.

Sjúkraflutningar voru alls 235 og skiptast þannig að almennir flutningar voru 156, forgangsflutningar voru 55 og aðrir 24.

Fimmiš

Vinna viš fimmiš
Vinna viš fimmiš
Vinna okkar undarfarna mánuði hefur snúist meira og minna í kringum apparat sem kallast "fimmið". Mikil vinna hefur verið að riðbæta bílinn en skápar,stigbretti, undirvagn og tankur var mjög farið að láta á sjá. Við höfum tekið nokkrar myndir á meðan á þessari vinnu hefur staðið og hefur þeim verið komið fyrir á vefnum, en vinnan er ekki búinn og fleiri myndir eiga eftir að bætast við seinna.

Nżjar huršir į slökkvistöšina

Nżjar huršir
Nżjar huršir
Í haust voru endurnýjaðar hurðar á slökkvistöðinni á Ísafirði, en þær eldri búnar að skila sínu hlutverki í rúm 20 ár og farnar að láta á sjá og bilanir orðnar algengar. Nýju hurðarnar eru rauðar og með stórum gluggum, mjög smekklegar hurðir frá Vírnet í Borgarnesi.

Fréttasafn