Landsambandiš į ferš um landiš

Vernharður Guðnason formaður Landssambands Slökkviliðs og Sjúkraflutningamanna og Sverrir Björnsson varaformaður héldu fund í gærkvöldi á slökkvistöð Ísafjarðar með slökkviliðsmönnum og kynntu LSS. Eins kynntu þeir námsstefnu sem haldin verður í Reykjavík dagana 30. sept - 3. okt. Er þar á fer metnaðarfull dagskrá sem slökkviliðsmenn ættu að kynna sér.

Nżr slökkvibķll ķ flota slökkvilišs Ķsafjaršarbęjar

Nýr slökkvibíll hefur bæst í flota slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Bifreiðin kom fyrir viku frá slökkviliðinu í Reykjavík og er Ford árgerð 1979. Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri, er ánægður með bílinn en um er að ræða öflugan dælubíl sem getur dælt um 3.500 lítrum af vatni á mínútu. Verið er að útbúa bílinn og er áætlað að hann verði reiðubúinn fyrir útkall í lok vikunnar.
Sķša 33 af 33

Fréttasafn