Fjórtįn milljónir ķ slökkvitękjabśnaš

bb.is | 27.01.2011 | 07:53
Vegagerðin greiðir Bolungarvíkurkaupstað 14 milljónir króna til tækjakaupa vegna þjónustu við Bolungarvíkurgöng. Með tækjakaupunum lítur Vegagerðin svo á að slökkviliðið sé í stakk búið til að sinna skyldum sínum samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum. Þetta kemur fram í bréfi Vegagerðarinnar sem slökkviliðsstjóri kynnti fyrir bæjarráði í fyrradag. Bæjarráð lét bóka að það fagni fjárveitingunni og fól bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að finna þann búnað sem hentar.

Įrsskżrsla 2010

Slökkviliðsstjóri hefur tekið saman ársskýrslu fyrir árið 2010

Skýrsluna er hægt að nálgast hér

Śtkall

Slökkviliðið var kallað út laust eftir klukkan fimm í nótt vegna elds í húsi við Aðalstræti 16. Þegar komið var á staðinn var eldur kominn út í gegnum klæðningu húsins. Greiðlega gékk að slökkva eldinn og var slökkvistarfi lokið um klukkan sex. Engan sakaði og eru eldsupptök ókunn.

Žrišju bekkingar lęra um eldvarnir

bb.is | 24.11.2010 | 10:38

Þessa vikuna stendur yfir eldvarnarvika þar sem allir 3. bekkingar á landinu eru þátttakendur. Nemendur 3. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði fengu tvo slökkviliðsmenn í heimsókn í fyrradag og fræddu þeir nemendurna um eldvarnir. Auk fræðslunnar fengu krakkarnir ýmsar gjafir og tóku síðan þátt í eldvarnargetraun.Þess má geta að í niðurstöðum könnunar sem Eldvarna-bandalagið, áhugahópur um eldvarnir, gerði nýverið, kemur fram að á þriðjungi heimila í landinu er aðeins einn reykskynjari og á mörgum heimilum enginn. Innan við helmingur heimila í landinu hefur allan nauðsynlegan eldvarnarbúnað.

Ammonķaksleki, Eyrargötu Ķsafirši

Yfir-vara yfir og bróšir gera aš sįrum Veigars
Yfir-vara yfir og bróšir gera aš sįrum Veigars
bb.is | 30.08.2010 | 13:02
Ammoníaksleki kom upp í húsnæði Hraðfrystihússins Gunnvarar við Eyrargötu á Ísafirði um kvöldmatarleitið á föstudagskvöld. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar brást fljótt við en slökkviliðsmaður og einn starfsmaður hússins brenndust vegna lekans. „Það lak úr tanki sem verið var að tappa undan olíu eða einhverju slíku. Þeir misstu þetta úr böndunum og það byrjaði að leka ammoníak," segir Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri. Hann segir ammoníak vera hættulegt efni þar sem það er baneitrað og því verði að fara að með gát við meðhöndlun þess. Af því er líka mjög sterk lykt eins og flestir þekkja sem var áberandi í nágrenninu á meðan lekanum stóð. „Það var erfitt að komast að þessu. Slökkviliðsmenn fóru í eiturefnabúning og einn af starfsmönnum hússins fylgdi með í einnota eiturefnabúning og eftir smá erfiðleika tókst þeim að skrúfa fyrir lekann. Að því loknu er ammoníakinu skolað niður með vatni en það brotnar upp í vatni," segir Þorbjörn.

Slökkviliðsmaðurinn sem brenndist fékk aðhlynningu á Fjórðungssjúkrahúsinu en að sögn Þorbjörns heilsast honum vel í dag. Starfsmaðurinn brenndist ekki það illa að hann þyrfti að leita læknishjálpar.

Rauši haninn Leipzig 2010

Hópurinn sem fór frį Ķsafirši.
Hópurinn sem fór frį Ķsafirši.
« 1 af 2 »
Dagana 8 - 12 júní fórum við á sýninguna Rauða hanann sem haldin var í Leipzig Þýskalandi. Við fórum 11 frá Ísafjarðarbæ ásamt 59 slökkviliðsmönnum frá öðrum bæjarfélögum. Þessi sýning er haldinn  fimmta hvert ár og var síðast í Hanover 2005. Við flugum til Frankfurt á miðvikudeginum og þaðan var haldið til Neukirchen þar sem við gistum á flottu hóteli.
Fimmtu-, föstu- og laudagdagur voru síðan nýttir til að skoða allt sem var í boði á sýningunni.
Sunnudeginum eyddum við síðan í ferðina heim til Ísafjarðar. Myndir úr ferðinni koma inn síðar.

Flugslysa ęfing

Dagana  6 - 8 maí síðastliðinn var haldinn flugslysaæfing við Ísafjarðarflugvöll. Það var Iceavia (áður Flugstöðir) sem stóðu fyrir æfingunni og voru þáttakendur viðbragðsaðilar á svæðinu. Æfingin tókst með ágætum og viljum við þakka Iceavia fyrir tækifærið. Fimmtudagur og föstudagur voru notaðir til undirbúnings og vinnu við viðbragðáætlannir. Sjálf æfingin fór svo fram á laugardeginum.

Fréttasafn