Flugslysa ęfing

Dagana  6 - 8 maí síðastliðinn var haldinn flugslysaæfing við Ísafjarðarflugvöll. Það var Iceavia (áður Flugstöðir) sem stóðu fyrir æfingunni og voru þáttakendur viðbragðsaðilar á svæðinu. Æfingin tókst með ágætum og viljum við þakka Iceavia fyrir tækifærið. Fimmtudagur og föstudagur voru notaðir til undirbúnings og vinnu við viðbragðáætlannir. Sjálf æfingin fór svo fram á laugardeginum.

Sinu / móbruni ķ eynni Vigur

« 1 af 2 »
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar barst beiðni um aðstoð vegna móbruna í eynni Vigur um kl. 07:00 í morgun. Slökkvilið Súðavíkur hafði barist við brunann frá því seintí gærkvöldi. Björgunarbátur Landsbjargar flutti slökkviliðsmenn og búnað inneftir, einnig var óskað eftir aðstoð frá björgunarsveitum og slökkviliði Bolungarvíkur. Eldurinn var dreifður á stóru svæði og varð að leggja mikið magn af slöngum um eynna og dælt var sjó ofan í lundaholur. Undir kvöld var búið að slökkva eldana að mestu, en ákveðið var að hafa vakt í eynni í nótt. 

Rauši Haninn

Rauði Haninn er sýning sem haldin er á fimm ára fresti í Þýskalandi ( Interschutz Der Rode Hahn). Þetta sýning á búnaði fyrir slökkvilið og ein sú stærsta í heimi. Allir framleiðendur björgunarbúnaðar kappkosta við að fá inni á sýningunni. Í gegnum tíðina hafa slökkviliðsmenn frá Ísafirði farið á þessa sýningu og fór hópur manna á sýninguna 2005 og að sjálfsögðu mun stór hópur slökkviliðsmanna sækja sýninguna sem haldinn verður 7 - 12 júni n.k. í Leipzig í Þýskalandi. Hér að neðan er slóð á heimasíðu sýningarinnar:

Interschutz Der Rode Hahn


Flugslysa ęfing

Í byrjun maí verður haldin flugslysa æfing við Ísafjarðarflugvöll. Æfingin er haldin af Flugstoðum og mun slökkvilið Ísafjarðarbæjar ásamt öðrum viðbragðs-aðilum taka þátt í æfingunni. Fyrirkomulag verður svipað og á fyrri æfingum sem haldnar hafa verið á flugvellinum. Í grófum dráttum verður æft frá fimmtudegi til laugardags. Við munum gera æfingunni betri skil síðar hér á heimasíðunni.

Prófušu nżtt skautasvell

bb.is | 03.02.2010 | 16:24

Vel tókst til við gerð skautasvells á Suðurtanganum á Ísafirði en starfsmenn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar hafa að undanförnu sprautað vatni á opið svæði þar til að útbúa skautasvell. Skautasvellið hefur strax vakið áhuga bæjarbúa og má fastlega búast við að Ísfirðingar þurrki rykið af skautum sínum og taki nokkra snúninga á næstu dögum. Ljósmyndari bb.is smellti í dag myndum af tveimur ungum stelpum sem reyndu fyrir sér á svellinu með glæsibrag og voru að sjálfsögðu vel klæddar og með hjálma.

Skautasvell tilraun ?

« 1 af 2 »

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin eða eitthvað í þá áttina. Að ósk íþrótta og tómstundafulltrúa var ákveðið að reyna við svellið einu sinni enn. Að vísu hafa allir tilburðir við gerð skautasvella í gegnum tíðina verið ávísun á hlýjindi, en við skulum vona að það gangi betur í þetta skiptið. Í sumar sem leið var útbúið svæði undir svellið og sú tilraun lofar góðu. Ef allt fer að óskum og frostið sem veðurstofan hefur lofað helst ætti því að vera komið gott svell seinni partinn á morgun..

Landhelgisgęsla kynnir nżju flugvélina TF SIF

« 1 af 3 »

Í gær fimmtudag heimsóttu gæslumenn Ísafjörð og kynntu viðbragðs-aðilum nýju eftirlits og gæslu flugvélina TF SIF. Með tilkomu þessarar flugvélar varð alger bylting í starfsemi gæslunnar.
Nákvæmni til eftirlits og leitarflugs hefur í raun farið frá fornold til framtíðar. Það var gaman að sjá kynningu á búnaði vélarinnar og líklega ættu menn að hugsa sig um ef þeir eru í heita pottinum og heyra í flugvél að næturlagi.
Að lokum var farið inn á flugvöll þar sem menn og konur skoðuðu gripinn. Við óskum Landhelgisgæslunni til hamingju með vélinna og þökkum kærlega fyrir heimsóknina.

Fréttasafn