Įrsskżrsla 2009

Ársskýrsla fyrir árið 2009 er nú aðgengileg hér á vef slökkviliðs, eins og aðrar skýrslur, er hægt að finna hana í skráar hlekk neðst til vinstri. Eða klikka bara hér.

Á árinu 2009 voru 56 útköll á slökkviliðið af því voru 10 vegna elds,
1 vegna mengunarvarnaslysa,
4 vegna dælingu úr bátum sem sukku í höfninni, og úr ræsi Vegagerðar.
27 vegna falsboðunar í eldvarnarkerfi,
3 vegna umferðarslysa með klippur,
1 sérstök aðs toð við s júkraflutning
10 sérstök aðstoð við íbúa sveitafélagsins.


11 helgarvaktir vori staðnar yfir sumartímann.
10 æfingar voru haldnar 

Þjálfun slökkviliðsmanna er ekki eins mikil og síðustu ár vegna niðurskurðar í samfélaginu en 
samt reynt að halda þeim innan ásættanlegra marka eða um 1.300 vinnustundir árlega .
Ekki var námskeið frá Brunamálastofnun á árinu vegna niðurskurðar.

Sjúkraflutningar voru alls 170 og skiptast þannig að almennir flutningar voru, 108
forgangsflutningar voru 62. Er þetta fækkun á milli ára.

Slökkvilišsmenn fį vottun Vinnueftirlits

« 1 af 2 »

Einn hluti af starfi slökkviliðsmanna er notkun körfubíla. Síðastliðinn föstudag hélt Vinnueftirlit próf  sem rúmlega 10 slökkviliðsmenn tóku. Eflaust hafa einhverjir bæjarbúar undrast umstang slökkviliðsins, en staðsettningin prófsins var niður við Vestrahús. Það var skemmtilegt að fylgjast með vinnubrögðum okkar manna og þess má geta að allir stóðust prófið.

Slökkviliš kallaš śt vegna elds ķ Gunnbirni ĶS

« 1 af 3 »
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út kl 01:21 í nótt. Tilkynnt var um eld í togaranum Gunnbirni ÍS sem lá í Ísafjarðarhöfn. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að slegið hafði ofan í miðstöð skipsins og við það hafði eldvarnakerfi skipsins farið í gang. Óverulegur reykur var kyndiklefa og reyndist ekki nauðsynlegt að reykræsta rýmið.

Eldur ķ jólaskreytingu

Óskað var eftir aðstoð slökkvliðs Ísafjarðar um kvöldmatarleitið í gærkveldi. Kviknað hafði í skreytingu á stofuborði, en íbúa hafði tekist að slökkva eldinn. Einhverjar skemmdir urðu vegna reyks og sóts og nauðsynlegt var að reykræsta húsið. Slökkvilið vill ítreka fyrir öllum að ganga vel frá skreytingum og kertaljósum jafnframt að athuga reykskynjara. Ef þessir hlutir hefðu ekki verið í lagi í þessu tilfelli hefði líklega orðið stórt útkall.

Hętta vegna ķkveikju viš fjölbżlishśs

Innlent | mbl.is | 13.12.2009

Hætta skapaðist í fjölbýlishúsi við Fjarðarstræti á Ísafirði upp úr klukkan fimm í nótt þegar eldur var lagður að stórri sorptunnu úr plasti sem stendur við húsið. Eldurinn náði að læsa sig í veggklæðningu.

Lögreglan fékk fljótt tilkynningu um eldinn og þremur lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn með nokkrum handslökkvitækjum. Eldurinn gaus hins vegar upp aftur og náði að læsa sig í veggklæðningu. Slökkviliðið náði að slökkva eldinn fljótt og örugglega.

Fjórar íbúðir eru í húsinu og voru íbúarnir vaktir til öryggis. Ekki kom þó til þess að rýma þyrfti húsið vegna þess hversu vel gekk að slökkva. Svo vildi til að enginn gluggi er á gafli hússins, yfir sorptunnunni.

Þótt vel hafi tekist með slökkvistarf telur lögreglan að íbúum hafi stafað hætta af íkveikjunni.

Lögreglan á Ísafirði rannsakar málið og biður þá sem séð hafa til mannaferða við húsið upp úr klukkan fimm í nótt að hafa samband í síma  450 3730.

Veitt višurkenning fyrir snarręši

Gušni Ó Gušnason, umdęmisstjóri Vįtryggingafélagsins į Ķsafirši afhenti ķ gęr Bergmanni Ólasyni višurkenningu fyrir snarręši viš aš slökkva eld ķ rašhśsi viš Mištśn į Ķsafirši žann 26. september sķšastlišinn.
Gušni Ó Gušnason, umdęmisstjóri Vįtryggingafélagsins į Ķsafirši afhenti ķ gęr Bergmanni Ólasyni višurkenningu fyrir snarręši viš aš slökkva eld ķ rašhśsi viš Mištśn į Ķsafirši žann 26. september sķšastlišinn.
« 1 af 3 »
bb.is | 30.10.2009 | 15:06 

Vátryggingafélag Íslands veitti í gær Bermanni Ólasyni viðurkenningu fyrir snarræði við að hefta útbreiðslu elds í raðhúsi við Miðtún á Ísafirði þann 26. september síðastliðinn. Bergmann varð var við eld í húsi nágranna síns, greip með sér slökkvitæki, hljóp yfir og var búinn að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkviliðið kom á staðinn. Litlu mátti muna að um stórbruna yrði að ræða og töluverðar skemmdir urðu á eldhúsinu. Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá eldamennsku. Guðni Ó Guðnason, umdæmisstjóri Vátryggingafélagsins á Ísafirði, segir að þeim hafi þótt ástæða til að heiðra Bergmann og veita honum viðurkenningu fyrir snarræði, þar sem hann hafi einn og óstuddur komið í veg fyrir að stórfellt tjón hlytist af eldinum. Var honum afhent viðurkenningarskjal undirritað af forstjóra Vátryggingafélags Íslands og blómvöndur.

Afhendingin fór fram í eldhúsi raðhússins við Miðtún, sem eins og myndirnar bera með sér hefur verið gert upp að fullu eftir brunann.

Višvörunarljós į Funa

« 1 af 2 »
Almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar hefur látið koma fyrir bláu blikkandi viðvörunarljósi á Funa. Tilgangur ljósins er að vara við snjóflóðahættu sem skapast getur á svæðinu við Funa, starfsstöð Gámaþjónustu Vestfjarða og í hesthúsabyggð. Ljósið var sett upp síðasta miðvikudag.

Fréttasafn