FrÚtt sem vi­ k÷nnumst ekki vi­

Samkvæmt frétt á visir.is var slökkvilið Ísafjarðar kallað út í morgun. Við könnumst ekkert við þetta, en fögnum samt fréttinni alltaf gaman af svona

Vísir, 15. okt. 2009 20:07

Eldur í einbýlishúsi í Hnífsdal

Eldur kviknaði í einbýlishúsi í Hnífsdal á níunda tímanum í morgun og voru lögregla og slökkvilið frá Ísafirði kvödd á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gekk greiðlega að slökkva eldinn. Rannsókn lögreglunnar á eldsupptökum er lokið og er niðurstaðan að kviknað hafi í út frá rafmagni, nánar tiltekið rafmagnsleiðslu í timburmillivegg.

Heimilisfólk hafði farið í vinnu og skóla rúmlega klukkustundu áður en eldsins varð vart. Nágrannar urðu varir reyks frá húsinu og tilkynntu til Neyðarlínunnar.

Töluvert tjón varð vegna elds og reyks.


ps. Ef einhver veit meira um meintan bruna má hann gjarnan hafa samband við okkur á stöðinni...

Sl÷kkvili­ sameinu­?

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að slökkvilið sveitarfélagsins sameinist slökkviliðinu í Bolungarvík. Samkvæmt útreikningum Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings Ísafjarðarbæjar, má vænta um 13,7 milljóna króna sparnaðs af sameiningunni. „Ljóst er að sparnaður Bolungarvíkur er meiri en Ísafjarðarbæjar en bæði sveitarfélögin ná niður rekstrarkostnaði. Kostnaður Bolungarvíkur verður eftir sameiningu 7,8 milljónir og Ísafjarðarbæjar 32,3 milljónir", segir í bréfi Jóhanns Birkis til bæjaryfirvalda. Gert er ráð fyrir að sameiginlegt slökkvilið verði með fjóra starfsmenn og fækka þurfi því um einn starfsmann. Gengur tillaga Jóhanns Birkis út á að starfsmaður Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar hætti vegna aldurs en hann verður 69 ára í júlí 2010.

Hagræðingin felst í því að fækkað verður um hálft stöðugildi og að samningar náist um sjúkraflutninga í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. „Finna þarf hentuga leið svo kostnaður leggist ekki á annað sveitarfélagið og eftir að hafa skoðað það í þaula er heppilegast að skipta kostnaðinum milli bæjarfélaga í samræmi við íbúafjölda sem gefinn er út af Hagstofu Íslands 1. desember ár hvert. Samkvæmt þessu yrði kostnaður á hvern íbúa 8.100 krónur en í dag er hann 14.400 á íbúa í Bolungarvík og 10.100 á hvern íbúa Ísafjarðarbæjar.

Lagt hefur verið til að sameiningin eigi sér stað eins fljótt og mögulegt er svo fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 geti tekið mið af henni.

Framl÷g til sj˙kraflutninga skorin ni­ur um 53,5 milljˇnir

Myndin tengist ekki frÚttinni.
Myndin tengist ekki frÚttinni.
 Morgunblaðið | 2.10.2009 | 05:30

Framlög ríkisins til sjúkraflutninga verða skorin niður á næsta ári um 53,5 milljónir króna en rekstrargjöld vegna þessarar þjónustu eru áætluð 771 milljón króna á árinu 2010.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ársins 2010. Tekið er fram að um sé að ræða lækkun fjárframlaga til þjónustusamninga um sjúkraflutninga vegna áforma ríkisstjórnarinnar um samdrátt í útgjöldum.

BŠta ß eldvarnir ß heimilum

bb.is | 30.09.2009 | 10:28

Slökkviliðsmenn um land allt munu leitast við að bæta eldvarnir á íslenskum heimilum í sérstöku eldvarnarátaki sem fram fer dagana 20.-28. nóvember nk. Á meðan á átakinu stendur munu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn heimsækja nemendur í 3. bekkjum grunnskóla um land allt og ræða við þá um eldvarnir og afhenda þeim og fjölskyldum þeirra vandað fræðsluefni um eldvarnir. Rannsóknir sýna að eldvörnum á íslenskum heimilum er verulega ábótavant og því mikilvægt að halda uppi stöðugri fræðslu um mikilvægi þeirra.

„Að þessu sinni verður sérstaklega vandað til fræðsluefnis fyrir börnin. Hver nemandi fær að gjöf skemmtilega, myndskreytta bók með sögu af slökkviálfinum Loga og Glóð en þeir hafa um skeið aðstoðað við eldvarnafræðslu slökkviliðanna í leikskólum. Í sögunni er að finna ýmsar upplýsingar um eldvarnir sem börn og foreldrar þeirra geta notað til að leysa eldvarnargetraunina. Mjög mikil og almenn þátttaka hefur verið í getrauninni á undanförnum árum enda vegleg verðlaun í boði. Börnin fá einnig með sér heim vandaðan bækling þar sem fjallað er um helstu atriði eldvarna heimilisins," segir í tilkynningu frá Landssambandi slökkiviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Nßgranni sl÷kkti eldinn

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út að raðhúsi við Miðtún á Ísafirði á föstudagskvöld. Tilkynnt var um eld í eldhúsi. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Litlu mátti muna að um stór eld yrði að ræða og má þakka snarræði nágranna að ekki fór verr, en hann náði að slökkva eldinn með slökkvitæki. Talsveðar skemmdir urðu á eldhúsinu. Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá eldamennsku.

Eki­ inn Ý hli­ sj˙krabÝls

mbl.is | 14.7.2009 | 13:36

Ökumaður var fluttur á slysadeild eftir að hann ók bifreið sinni inn í hlið sjúkrabíls í forgangsakstri á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar nú skömmu fyrir klukkan hálf tvö í dag. Sjúkrabíllinn valt á hliðina við áreksturinn. Tveir sjúkraflutningamenn voru í honum, en enginn sjúklingur. Þeir virðast að mestu hafa sloppið ómeiddir.


Sjá frétt mbl.is http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/14/ekid_inn_i_hlid_sjukrabils/

Slasa­ur fer­alangur Ý Hl÷­uvÝk

Bj÷rgunarbßturinn Ý Hl÷­uvÝk
Bj÷rgunarbßturinn Ý Hl÷­uvÝk
« 1 af 2 »
Laust fyrir miðnættið á mánudag var óskað eftir því að ferðamaður sem hafði slasast á hendi yrði sóttur í Hlöðuvík á Hornströndum. Sjúkraflutningsmaður frá Ísafirði fór með björgunarbátnum Gunnari Friðriks. ferðin gékk í alla staði vel og var sá slasaði kominn undir læknishendur um klukkan sex í morgun

FrÚttasafn