Heimsókn į Eyrarskjól

« 1 af 3 »
Í morgun fórum við í heimsókn á leikskólann Eyrarskjól. Heimsóknin var liður í forvarna-verkefni sem hefur verið unnið með leikskólunum í bænum. Við notuðum góða veðrið og sýndum krökkunum bílinn og leikskóla kennarar fengu að spreyta sig á notkunn slökkvitækja og að slökkva í feitis potti. Að lokum var svo farið í bíltúr með krakkana. við þökkum þeim á Eyrarskjóli fyrir samstarfið í vetur....

Bķltśr meš börnin

« 1 af 2 »

Við rákumst á hóp útskriftar barna frá leikskólanum Sólborg  þar sem þau voru í Jónsgarði. Í vetur hafa þessi börn verið forvarnar-fulltrúar okkar á leikskólanum og þótti okkur tilvalið að bjóða þeim í smá bíltur, svona til að undirstrika þakklæti okkar. Ekki þurfti miklar fortölur og var auðsótt að fá þau með okkur á rúntinn. Við þökkum börnunum kærlega fyrir gott samstarf í vetur......... 

Starfskynning

Žvķ mišur gleymdist aš taka myndir, en žessi er frį starfskynningu 2008
Žvķ mišur gleymdist aš taka myndir, en žessi er frį starfskynningu 2008
Í síðustu viku komu nokkrir nemar frá Grunnskóla Ísafjarðar í starfskynningu. Farið var yfir störf slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og teknar verklegar æfingar með nemunum. Það vakti athygli okkar að einungis stúlkur komu þetta árið, en svo virðist sem að strákarnir úr árgangnum hafi ekki treyst sér til að kynnast starfi slökkviliðsmanna. Stúlkurnar stóðu sig mjög vel. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og vonandi eigum við eftir að sjá þær á þessum vettvangi í framtíðinni.

Helgarvaktir

Fyrsta helgarvakt sumarsins byrjar þann 14 júní. Sú breyting hefur orðið að aðeins fjórir menn verða skráðir hverju sinni, þannig að fyrstir koma fyrstir fá. Hvetjum slökkviliðsmenn til að skrá sig.

Plįga herjar į slökkvistöšina

« 1 af 4 »
það hefur viðrað vel á svæðinu undanfarna daga og þó við fögnum hlýindum þá erum við ekki svo kátir með fylgifiska blíðunnar. Flugur í þúsunda-tali herja á okkur og fylla alla glugga slökkvistöðvarinnar. Líkleg skýring er að sjávarþang hefur safnast í sjóvarnargarð sem liggur með slökkvistöðinni. Ef einhver kann gamalt húsráð þá mætti sá hinn sami hafa samband við okkur á slökkvistöðinni. 

Skżrsla Slökkvilišs Ķsafjaršarbęjar 2008

Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar er kominn á netið og er að finna í henni tölfræði um útköll og annað sem slökkviliðið vann á árinu 2008.

 

Á árinu 2008 voru 32  útköll á slökkviliðið af því voru 12 vegna elds,

4 vegna mengunarvarnaslysa,

6 vegna dælingu úr kjöllurum húsa,

4 vegna falsboðunar í eldvarnarkerfi,

4 vegna umferðarslysa með klippur,

2 Öryggisvaktir í samkomuhúsi,

4 Vegna sprengiefnaflutnings

8 Útköll vegna aðstoðar við borgaranna.

 

Auk þess voru staðnar 3 vaktir við olíuskip.

13 helgarvaktir vori staðnar yfir sumartímann.

12 æfingar voru haldnar

Ársskýrsla 2008 í Word skjali 

Eldur ķ bķlskśr viš Seljalandsveg

Frį ęfingu Bolungarvķk
Frį ęfingu Bolungarvķk
Eldur kom upp í bílskúr við Seljalandsveg á föstudagskvöld. Vegfarendur tilkynntu um eldinn, en sambyggt íbúðarhús var mannlaust. Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. Talsverðar skemmdir urðu á bílskúrnum, en sambyggt íbúðarhúsnæði slapp betur.

Fréttasafn