Eldgallar

Gallarekkin ß ═safir­i
Gallarekkin ß ═safir­i

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar notar að mestu Albatros galla frá Ólafi Gíslasyni & Co., hér er stutt lýsing á þeim:

Gerður úr þreföldu Nomex efni (DuPoint) og með vatnsvarnarlagi (öndunarefni) af svonefndri FR-Liner gerð. Ysta Nomex efnið er 265 g. Það næsta er lausprjónað hvítt 240 g. og áfast innsta fóðrinu sem er hvítt 140 g. Hægt er að renna úr vatnsvarnarlagi og Nomex fóðrinu úr kápu, stuttjakka og hálfsíðukápunni en ekki samfestingnum. Að aftan eru allar buxur  úr tveimur Nomex lögum og einu vatnsvarnarlagi en að framan úr þremur Nomex lögum og einu vatnsvarnarlagi. Allir saumar eru úr Nomex efni og vatnsvarnarefni er með yfirlímdum saumum. Vasar, hankar eða þess háttar er ekki saumað nema í ysta lagið til að tryggja vatnsvörn. Efnin hafa öll ákveðið þol gagnvart hita og við uppbyggingu fatnaðarins er snið haft þannig að allt vinni saman til tryggingar gegn hita og bruna.

Nokkrir eldri Globe gallar eru í notkun en þeim fer fækkandi.