┴byrg­

Samkvæmt reglugerð um eigið eldvarnaeftirlit í atvinnuhúsnæði sem tekið hefur verið í notkun er ábyrgð eigenda og forráðamanna skipt. Þegar eigandi og forráðamaður er ekki sami aðilinn þarf hlutverk hvers og eins að vera skýrt og samkvæmt skriflegum samningi sem gerður er á milli eiganda og forráðamanns fyrirtækis.


Samkvæmt lögum um brunavarnir er eigandi húsnæðis ábyrgur fyrir því að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem lög og reglugerðir kveða á um. Einnig geta ákvæði á samþykktum aðaluppdráttum og/eða brunahönnunargögnum sett kvaðir á eiganda og forráðamann umfram lög og reglugerðir.