Byggingin og starfsemin

Meta þarf ástand bygginga með tilliti til eldvarna. Skoða þarf hvort byggingar séu í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti og leyfi hafi verið fengið fyrir breytingum, bæði á byggingum og starfsemi. Hægt er að fá afrit af samþykktum aðaluppdráttum hjá viðkomandi byggingarfulltrúa. Ef fyrirhugaðar eru breytingar á byggingu eða starfsemi getur verið nauðsynlegt að sækja um nýtt byggingarleyfi.