Eldvarnab˙na­ur

Nauðsynlegt er að hafa upplýsingar um virkni öryggiskerfa og hvernig hægt er að uppgötva bilanir í kerfunum og bregðast við þeim. Upplýsingarnar skulu settar fram á skýran og einfaldan hátt og lýsa almennri virkni öryggiskerfanna sem eru í byggingunni, hvernig best er að tryggja virkni þeirra og hvernig hægt er að átta sig á bilunum.


Oft er um að ræða miklar fjárfestingar sem mikilvægt er að þjóni tilgangi sínum þegar á þarf að halda og einnig þarf að tryggja að rekstrarkostnaði sé haldið í lágmarki. Þau öryggiskerfi sem gera þarf grein fyrir eru til dæmis brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi, önnur slökkvikerfi, til dæmis í eldhúsum, og sjálfvirk reyklosunarkerfi. Lýsingar á kerfunum þurfa að vera greinargóðar og fyrir hendi þurfa að vera yfirlitsmyndir og teikningar af þeim ásamt upplýsingum um hvernig þau eiga að virka.