Skipulag og framkvŠmd

Mikilvægt er að skipaður sé umsjónarmaður sem heldur utan um allt sem viðkemur eldvörnum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Umsjónarmaðurinn þarf að þekkja vel alla áhættuþætti í byggingunni, hverjir yrðu í hættu ef til eldsvoða kæmi og sjá um að starfsfólk fái tilskilda fræðslu og þjálfun. Við mánaðarlega eldvarnaskoðun er nauðsynlegt að hafa viðeigandi gátlista og ljóst þarf að vera hver á að lagfæra það sem betur má fara og fylgja því eftir að lokið sé við úrbætur.

Dæmi um atriði sem ætti að skoða mánaðarlega samkvæmt gátlista:


Eru flóttaleiðir greiðfærar?
Eru dyr og björgunarop opnanleg innanfrá án lykils eða verkfæra?
Eru útljós sílogandi?
Eru slökkvitæki og brunaslöngur aðgengileg?
Lokast brunahólfandi dyr hindrunarlaust og eru pumpur virkar?
Sýnir brunaviðvörunarkerfi "í lagi"?
Eru reykskynjarar virkir?
Er ruslsöfnun í lágmarki og allt umfram rusl fjarlægt?

Þó að tíðni gátlistaskoðana sé ekki nema mánaðarlega þarf að hafa ofangreind atriði í huga alla daga til að eigið eldvarnaeftirlit skili sem bestum árangri og bæta tafarlaust úr því sem betur má fara. Þetta gildir sérstaklega um allt sem varðar örugga rýmingu.

Dæmi um gátlista fyrir árlegt eftirlit

Allur eldvarnabúnaður, svo sem viðvörunarkerfi og/eða reykskynjarar, slökkvikerfi, handslökkvitæki, út- og neyðarlýsing og fleira, skal yfirfarinn af viðurkenndum þjónustuaðila að minnsta kosti einu sinni á ári eða jafnoft og reglur segja til um. Semja skal við viðurkenndan þjónustuaðila um eftirlitið.

Mikilvægt er að árlega sé gengið úr skugga um að starfsfólk hafi fengið nauðsynlega fræðslu um eldvarnir og fyrstu viðbrögð við eldsvoða.

Mjög mikilvægt er að hafa eftirfarandi í huga:

Hefur einhverju verið breytt í byggingunni eða starfseminni sem kallar á aðgerðir varðandi eldvarnir og uppfærslu á eldvarnabúnaði, lagfæringu á brunahólfun eða jafnvel nauðsynlegt að fá samþykki byggingarfulltrúa fyrir breytingunum?
Eru merkingar á eldvarnabúnaði í lagi?
Eru þéttingar með lögnum og eldvarnahurðum í lagi?Nánari lýsingu á framkvæmd eftirlits og gátlista sem henta þínu fyrirtæki er að finna hér á heimasíðunni slokkvilid.isafjordur.is