Reykskynjarar - tŠki sem bjarga mannslÝfum

Ef þeir sem vinna að eldvörnum ættu að setja einstök atriði í eldvörnum heimila í forgangsröð, myndu þeir setja reykskynjara efst á lista. Margir eiga þessu einfalda og ódýra tæki líf sitt að launa. Reykskynjarar eiga skilyrðislaust að vera á hverju heimili – helst í hverju herbergi – og virka þegar á reynir.
Raunar hefur það verið bundið í lög allt frá 1998 að hafa ber reykskynjara í íbúðum. Reykskynjara á að staðsetja sem næst miðju lofts, aldrei nær vegg eða ljósi en sem nemur 20 sentimetrum, og hann má aldrei setja í kverkina á milli lofts og veggjar. Ef setja þarf reykskynjarann á vegg verður aðvera 10-25 sentimetra bil frá lofti og niður á skynjarann. Reykskynjara á að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu. Í langan gang skal setja skynjara við báða enda. Æskilegt er að hafa reykskynjara nálægt innkeyrsludyrum í bílskúr. Sé bílskúr sambyggður íbúðarhúsi er best að tengja reykskynjarann þar, reykskynjurum í íbúðinni. Unnt er að tengja allt að 12 hita- og reykskynjara saman og er það æskilegt í stórum húsum. Samtengdir, þráðlausir reykskynjarar geta hentað mörgum. Einnig er vert að benda á að almenningi gefst kostur á að setja upp vöktuð viðvörunarkerfi með samningum við öryggisfyrirtæki. Húsfélög ættu að skoða slíka kosti með tilliti til eldvarna í sameign.

Viðhald og endurnýjun
Reykskynjari virkar með rafhlöðu en hann þarf að prófa reglulega,alls ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði. Það er gert með því að styðja fingri á prófunarhnappinn þar til viðvörunarmerki heyrist. Ef stutt hljóðmerki heyrast frá reykskynjaranum á um það bil mínútufresti, þarf að endurnýja rafhlöðuna. Endurnýja þarf rafhlöðuna að minnsta kosti árlega og er gott aðgera það alltaf á sama tíma, til dæmis í byrjun aðventu. Nauðsynlegt er að prófa skynjarann þegar skipt hefur verið um rafhlöðu. Líftími reykskynjara er áætlaður um það bil tíu ár.


Mismunandi gerðir
Til eru nokkrar gerðir reykskynjaraog getur borgað sig að hafa fleiri en eina gerð á heimilinu.


Jónískir skynjarar nema vel reyk með stórum ögnum, til dæmis opinn eld. Flestir reykskynjarar á heimilum eru jónískir.


Optískir skynjarar nema betur reyk sem myndast til dæmis við upphaf glóðarbruna. Í alrými er gott að hafa bæði jónískan og optískan skynjara.

Hitaskynjarar nema hita en ekki reyk. Þeir þykja heppilegir til dæmis í bílskúra og eldhús.


Gasskynjarar skynja gas og eru nauðsynlegir þar sem hætta er á gasleka. Þeir sem nota gas til eldunar ættu að setja gasskynjara á sökkul innréttingarinnar. Gasskynjara þarf að endurnýja á fimm ára fresti og þeir koma ekki í stað reykskynjara.


Kolsýringsskynjarar greina þegar óvenjulega mikill kolsýringur myndast. Þeir gefa frá sér hljóð og rautt ljós blikkar. Ef gas brennur þar sem engin loftræsting er brennir það smám saman upp súrefni og um leið eykst kolsýringur í andrúmsloftinu.Hann er ósýnilegur, lyktarlaus og bragðlaus, hefur sljóvgandi áhrif og leiðir til dauða ef ekki er brugðist við í tæka tíð. Mælt er með því að skynjarinn sé settur í herbergi eða nálægt herbergjum sem í eru tæki sem brenna gasi til eldunar eða upphitunar. Best er að setja skynjarann í loft, tvo til þrjá metra lárétt frá gastækinu og 30 sentimetrum frá vegg, í herbergjum þar sem gasbrennarar eru.


Ítarlegar upplýsingar fylgja þegar keyptir eru reykskynjarar og er fólk hvatt til þess að kynna sér þær rækilega.
Ávallt ber að velja viðurkenndan búnað.


Félag slökkviliðsmanna á Ísafirði hefur í árabil selt reykskynjara og annan búnað til brunavarna á heimilum. Við seljum vöru frá Eldvarnamiðstöðinni