Bedford 1962

« 1 af 2 »
Þessir bílar eru um allt land. Um 70 svona bílar voru fluttir inn frá Bretlandi á tímabilinu 1970-1972 og eru um 50 ennþá í notkun í dag. Dælugeta þessara bíla er um 4000 lítrar og hefur slökkvilið Ísafjarðar þrjár svona bifreiðar í notkun á svæðinu. Ein á Ísafirði, ein á Suðureyri og ein á Flateyri.

Afkastageta og áreiðanleiki dælu Bedfords er eina ástæðan fyrir því að þessum bílum hefur ekki verið fyrir löngu komið fyrir á safni, en þegar dæla á miklu magni af vatni eða sjó eru fáir betri.