Benz 1434

« 1 af 4 »
Mercedes Benz 1434 gerð með 340 hestafla vél. Bifreiðin er fjórhjóladrifin og búin sídrifi.

Vatnstankur er 2.000 l og froðutankur 200 l. Rosenbauer slökkvidæla (NH30) afkastar 3000 l./mín við 10 bar og háþrýstihlið skilar 400 l./mín við 40 bar.

Dælan er búin tveimur sjálfstæðum froðukerfum þannig að hægt er að hafa froðu á háþrýstihliðinni og hreint vatn á lágþrýstihliðinni eða froðu í báðum samtímis. Sjálfvirkt sog.

Bifreiðin er búin tveimur háþrýstikeflum rafdrifnum með 70 m. af 1" háþrýstislöngum og Rosenbauer Ne-Pi-Ro háþrýstibyssum.

Ýmsar innréttingar þ.e. útdraganlegir pallar eða sleðabúnaður er fyrir ýmsan búnað eins og brunaslöngur, reykköfunartæki, rafstöð og lausa slökkvidælu. Raufoss 10 m. þrískiptur brunastigi og sogbarkar á þaki.

Tengingar fyrir talstöð og síma. Bifreiðin tekur fimm manns. Orkuhlutfall þessarar bifreiðar er rúm 28 hestöfl á hvert tonn og lestun 85% af heildarþyngd.

Slökkvilið Ísafjarðar kom síðan fyrir ýmsum nýlegum búnaði eins og Holmatro björgunatækjum og klippum, lausri slökkvidælu ofl.