Eldvarnateppi og sl÷kkvitŠki

Eldvarnarteppi
Talsverð eldhætta fylgir notkun olíu og feiti í eldhúsum og því er nauðsynlegt að hafa eldvarnateppi í eldhúsinu. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar um notkun þess og staðsetningu. Ef eldur kviknar í steikarpotti er nauðsynlegt að bregðast rétt við:
• Alls ekki má skvetta vatni á eldinn – það veldur sprengingu.
• Reynið ekki að koma logandi potti út.
• Hringið eftir slökkviliði í síma 112.
• Leggið eldvarnateppi yfir logandi pottinn og þéttið að, eða rennið pottloki eða öðrum potti yfir.
• Sé eldavélin með sléttu helluborði má færa pottinn varlega af hellunni. Slökkvið undir hellunni ef þið getið.


Handslökkvitæki

Handslökkvitæki fást í ýmsum gerðum en óhætt er að mæla með því að hafa léttvatnstæki á heimilum og í stigagöngum fjölbýlishúsa. Æskilegt er að tækið sé spennu þolið því mikil spenna er á heimilistækjum sem valda brunahættu, einkum sjónvarpstækjum. Um handslökkvitæki gildir eins og annan búnað að lesa vel leiðbeiningar um notkun og uppsetningu – áður en á reynir – og leita upplýsinga og ráðgjafar hjá seljendum, til dæmis um viðhald tækjanna.


Ávallt skal velja viðurkenndan búnað.

Mikill þrýstingur er á fullhlöðnu slökkvitæki og því er mælt með að standa í að minnsta kosti þriggja metra fjarlægð þegar byrjað er aðsprauta. Kynnið ykkur leiðbeiningar um þetta sem fylgja tækjunum.

Duftslökkvitæki eru mjög áhrifarík á flesta elda, en þar eð duftið dreifist mikið veldur það oft miklu tjóni.


Kolsýrutæki eru góð á eld í eldfimum vökvum og á rafmagnselda. Kolsýra og duft slökkva hins vegar ekki í glóð.


Léttvatnstæki gera það á hinn bóginn. Best er að nota eldvarnateppi ef eldur kviknar í feiti í potti eða á pönnu (sjá hér á undan) .


Telji maður sig hafa slökkt eldinn er ráðlegt að hafa samband við slökkvilið, hafi það ekki þegar verið gert, fá það til þess að tryggja aðstæður og reyklosa ef með þarf. Það er gert án endurgjalds.


Uppsetning og staðsetning
• Slökkvitækið á að festa á vegg með tilheyrandi búnaði um 15 sentimetra frá gólfi.
• Miðað er við að setja tækið á flóttaleið og sem næst útgöngum. Bil milli tækja má helst ekki vera meira en 15 metrar.
• Þótt ef til vill sé ekki beinlínis prýði að handslökkvitækjum er fólki eindregið ráðið frá því að fela þau bak við hurðir, inni í skápum eða undir fatahengi. Slökkvitæki eru hreinasta augnayndi miðað við brunarústir.
• Tækin eru öryggistæki og eiga að vera sem oftast í sjónmáli þegar gengið er um híbýli svo allir viti hvar þau eru ef nauðsynlegt reynist að nota þau.