Sl÷kkvitŠkja■jˇnusta

Vinnubor­ sl÷kkvitŠkja■jˇnustu
Vinnubor­ sl÷kkvitŠkja■jˇnustu
« 1 af 2 »

Frá árinu 1982 hefur slökkvilið Ísafjarðar yfirfarið og hlaðið slökkvitæki fyrir íbúa og fyrirtæki. Hundruðir slökkvitækja koma í skoðun og hleðslu á ári hverju.

Mjög góð aðstaða fyrir eftirlit með slökkvtækjum er á slökkvistöð Ísafjarðar og eru allar gerðir slökkvitækja hlaðin þar nema kolsýrutæki.

Nauðsynlegt er að yfirfara slökkvitæki reglulega og samkvæmt reglugerðum skulu fyrirtæki og stofnanir láta yfirfara slökkvitæki sín árlega.
Ekki eru til beinar reglur um það hversu oft skal yfirfara slökkvitæki heimila, en við höfum ráðlagt fólki að fylgjast vel með tækjum sínum og ef allt er eðlilegt þ.e innsigli órofin og tækið ekki orðið fyrir hnjaski að koma með tækin á tveggja til þriggja ára fresti. Öruggast er að sjálfsögðu að mæta með þau árlega.